fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres gæti misst af mikilvægum leikjum með Arsenal á næsta ári, þar sem hann hefur verið kallaður sem vitni í dómsmál sem fer fram í Svíþjóð árið 2026.

Málið snýst um meiðyrðakæru umboðsmanns hans, Hasan Cetinkaya, gegn tveimur sænskum fjölmiðlum, Fotboll Sthlm og Expressen sem birtu greinar þar sem því var haldið fram að Cetinkaya og umboðsstofa hans, HCM Sports Management, væru tengd glæpagengjum.

Cetinkaya hefur alfarið hafnað þessum ásökunum og höfðað mál fyrir héraðsdómi í Stokkhólmi. Þar hefur verið staðfest að Gyökeres muni veita vitnisburð ef þess er krafist.

„Hann hefur verið kallaður sem vitni og mun gefa skýrslu varðandi aðstæður sem koma fram í gögnum málsins,“ staðfesti lögmaður Cetinkaya, Joakim Lundqvist, í samtali við SVT Sport.

Málið er enn á frumstigi, og enginn dagsetning hefur verið staðfest. Því er óljóst hvenær Gyökeres verður kallaður fyrir dóm eða hvaða leiki hann gæti misst af.

Ef réttarfundur fer fram snemma árs 2026, gæti það skarast við leiki í Meistaradeildinni, FA-bikarnum eða jafnvel úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Í gær

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn