Daníel Tristan Guðjohnsen var eðlilega ánægður með að hafa fengið kallið í byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi í kvöld í fyrsta sinn.
Ísland tapaði 2-1 en sýndi frábæra frammistöðu. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífi mínu. Ég er uppi í skýjunum. Þetta er bara draumur, að fá að spila fyrir landsliðið og byrja inn á,“ sagði Daníel eftir leik.
Sem fyrr segir var frammistaðan góð og eitthvað til að byggja á.
„Ég er þvílíkt ánægður með liðið og hvernig við spiluðum þennan leik. Þeir er auðvitað mjög góðir en ég er mjög stoltur af okkur.“
Nánar í spilaranum.