Tveir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa Tottenham en fengið þau skilaboð að félagið sé ekki til sölu. Daniel Levy var gert að hætta störfum sem formaður félagsins á föstudag.
Levy var stjórnandi félagsins í 25 ár, miklar breytingar eru að eiga sér stað utan vallar hjá Tottenham.
„Stjórn Tottenham er meðvitað um fréttirnar og tvö óformleg tilboð bárust en báðum var hafnað. Tottenahm er ekki til sölu,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Einn hópnum er stjórnað af Amöndu Staveley sem var hluti af þeim sem keyptu Newcastle en fór svo út úr því.
Tottenham hefur byggt félagið upp utan vallar með nýju æfingasvæði og nýjum leikvangi á síðustu árum.