fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Forsetinn útskýrir af hverju hann rak Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. september 2025 10:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ali Koc, forseti tyrkneska stórliðsins Fenerbahce, hefur nú í fyrsta sinn rætt opinberlega um ástæður þess að José Mourinho var rekinn frá félaginu 29. ágúst síðastliðinn, rétt rúmu ári eftir að hann tók við liðinu.

Mourinho, sem kom til liðsins með miklar væntingar, var látinn fara í kjölfar þess að liðið tapaði gegn Benfica í forkeppni Meistaradeildarinnar. En samkvæmt Koc voru það ekki aðeins úrslitin sem réðu för, heldur hvernig liðið spilaði undir stjórn hins portúgalska þjálfara.

„Af hverju létum við Mourinho fara? Þetta var erfiður skilnaður,“ sagði Koc í viðtali við tyrkneska miðilinn Hurriyet.

„Sambandið okkar á milli var frábær og það eitt og sér að fá hann til félagsins var stór sigur. En við þurftum að spila betri fótbolta, að skora 99 mörk og ná í 99 stig er hluti af okkar DNA.“

Hann bætti við: „Að detta út gegn Benfica var ekki vandamálið í sjálfu sér. En hvernig við duttum út var óásættanlegt. Það virtist sem sama leiðinlega og varkára spilamennskan frá síðasta tímabili væri að halda áfram.“

Á tíma sínum hjá Fenerbahce stýrði Mourinho liðinu í 62 leikjum, vann 37 þeirra, gerði 14 jafntefli og tapaði 11 leikjum. Hins vegar tókst honum ekki að landa neinum titli á meðan hann var við stjórnvölinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn United í kappi við tímann fyrir stórleik helgarinnar

Tveir leikmenn United í kappi við tímann fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins