fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir ensks úrvalsdeildarleikmanns hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á Wetherspoon-bar í mars síðastliðnum. Ensk blöð segja frá.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er sakaður um að hafa snert konu á óviðeigandi hátt meðan hann var úti að skemmta sér með fjölskyldu sinni. Lögreglan leitaði að manninum eftir að konan lagði fram kvörtun og birtu myndir úr öryggismyndavélum til aðstoðar við rannsóknina.

Hann gaf sig sjálfur fram til lögreglu, var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir og hefur nú verið formlega ákærður fyrir kynferðislega áreitni.

Heimildarmaður segir málið hafa komið öllum mjög á óvart: „Hann var úti með fjölskyldu sinni þessa kvöldstund og neitar allri sök. Hann hefur unnið náið með lögreglu í málinu og er niðurbrotinn yfir því að hafa verið ákærður. Hann hefur aldrei áður lent í neinum vandræðum með lögreglu.“

Samkvæmt lögreglu er manninum gefið að sök að hafa nálgast konuna aftan frá og snert hana á óviðeigandi hátt.

Vegna laga- og siðferðisreglna í Bretlandi hefur hvorki nafn mannsins né leikmannsins verið gefið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér