Kristian Nökkvi Hlynsson landsliðsmaður er bjartsýnn fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM annað kvöld.
„Ef við náum að halda í boltann getum við pirrað þá. Þá opnast kannski svæði sem við getum nýtt okkur,“ segir hann fyrir leikinn á móti hinum ógnarsterka liði.
Kristian kom inn á sem varamaður gegn Aserbaísjan í fyrstu umferðinni og skoraði.
„Þetta var mjög fínt og að skora mark var auðvitað geggjað,“ segir Kristian.
Það eru þó enn deildar meingingar um hver skoraði markið og hvort miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson hafi jafnvel snert hann.
„Danni vildi meina að hann hafi skorað en ég held að ég hafi skorað,“ segir Kristian og hlær.
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.