fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Þungt högg fyrir Frakka fyrir leikinn við Ísland

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 7. september 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Desire Doue og Ousmane Dembele, tveir af öflugustu sóknarmönnum Frakka, verða frá næstu vikurnar og geta því ekki mætt Íslandi á þriðjudagskvöld.

Báðir eru á mála hjá Evrópumeisturum Paris Saint-Germain. Doue byrjaði leikinn gegn Úkraínu á föstudag en fór meiddur af velli í hálfleik, einmitt fyrir Dembele. Sá þurfti svo sjálfur að fara af velli vegna meiðsla í seinni hálfleiknum í 0-2 sigrinum.

Það er komið á hreint að Doue verður frá í þrjár til fjórar vikur. Dembele verður hins vegar frá í sex til átta vikur. Báðir hafa þeir yfirgefið franska hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum vegna þessa.

Kingsley Coman, sem gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu frá Bayern Munchen í sumar, hefur verið kallaður inn í hópinn í þeirra stað.

Leikur liðanna er liður í 2. umferð undankeppni HM. Frakkar unnu sem fyrr segir 0-2 sigur á Úkraínu í fyrstu umferð en Ísland vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Aserbaísjan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Í gær

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester