ÍA virðast vera að falla úr Bestu deild karla, eitthvað sem Skagamenn hafa fengið að kynnast allt of oft á undanförum árum. Þetta var rætt í Íþróttavikunni.
Skagamenn ætluðu sér mun meira á leiktíðinni eftir að hafa rétt misst af Evrópusæti á síðustu leiktíð. Röng dómaraákvörðun hirti af þeim hreinan úrslitaleik um Evrópusæti við Val í lokaumferðinni.
„Útlitið er svart. Það er ótrúlegt hvað hefur gerst á ári, þessi ákvörðun fyrir ári síðan þegar þeir eiga ekki möguleika á Evrópu lengur út af þessum dómi gegn Víkingum,“ sagði Jóhann Páll Ástvaldsson í Íþróttavikunni.
„Skagamenn voru stórir fyrir tímabil, vildu fara í Evrópu og litu fínt út á pappír,“ bætti hann við.
Þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson tók þá til máls.
„Þetta „second season-syndrome“ hefur svolítið loðað við Skagann. Það er eitthvað sem þeir þurfa að finna út úr, hvernig þeir festa sig í sessi í efstu deild. ÍA á allavega að vera í efstu deild.“