Joao Pedro framherji Chelsea fékk þungt högg í leik Brasilíu og Síle í nótt sem varð til þess að hann ældi á völlinn.
Pedro skall þá nokkuð harkalega á Gabriel Martinelli sóknarmann Arsenal og samherja sinn í landsliðinu.
Pedro ældi síðan á völlinn en gat haldið leik áfram.
Brasilía vann 3-0 sigur á Síle þar sem Estevao, Lucas Pauqeta og Bruno Guimares voru á skotskónum.
Pedro gekk í raðir Chelsea í sumar frá Brighton og hefur farið vel af stað á Stamford Bridge.
Gabriel Martinelli & Joao Pedro 😭😭😭 pic.twitter.com/5pqu0mQdp6
— 🤕 (@471om) September 5, 2025