„Gríðarlega ánægður,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 5-0 sigur Íslands á Aserbaídsjan í undankeppni HM í kvöld.
Ísak var magnaðu í sigrinum og skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Ísak segir liðið hafa loks sýnt hvað býr í hópnum.
„Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir, allir sem fóru í íslenska búninginn stóðu sig vel.“
Ísak fékk dauðafæri til að setja þrennuna og var svekktur með það. „Svekktur að ná ekki þrennuna, ég náði ekki að setja hann út við stöng. Að skora fyrir landsliðið og fagna er tilfinning sem er ekki hægt að lýsa.“
Aserbaídsjan vildi varla spila boltanum í dag og hafði Ísak þetta um andstæðingana að segja. „Þetta var anti-fótbolti, henda sér niður og bomba fram. Við biðum eftir okkar tækifæri, við fundum betri svæði í síðari hálfleik.“
Viðtalið er í heild hér að ofan.