Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sýndi frábæra frammistöðu í kvöld þegar liðið vann stórsigur, 5-0, gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 2026.
Frá fyrstu mínútu réðu strákarnir okkar ferðinni og gáfu gestunum lítið sem ekkert færi á að komast inn í leikinn. Ísland skoraði eitt mark í fyrri hálfleik.
Það kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Guðlaugur Victor Pálsson stangaði knöttinn í netið.
Frammistaða Íslands var frábær í síðari hálfleik þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö, Albert Guðmundsson eitt og Kristian Nökkvi Hlynsson eitt.
Vondu fréttirnar úr leiknum er að Albert meiddist þegar hann skoraði mark sitt, fékk hann þungt högg á hægri ökklann og gat ekki haldið leik áfram.
Um var að ræða fyrsta leik í undankeppni HM og er Ísland á toppi riðilsins með þrjú stig líkt og Frakkar sem unnu Úkraínu í kvöld. Ísland heimsækir Frakkland á þriðjudag í París.
Elías Rafn Ólafsson – 6
Reyndi einfaldlega ekkert á Elías í dag. Því erfitt að fara með hans einkunn hærra eða lægra.
Guðlaugur Victor Pálsson – 8 (78′)
Stóð sína vakt vel og skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tíma.
Sverrir Ingi Ingason – 7
Skilaði góðri og yfirvegaðri vakt í dag.
Daníel Leó Grétarsson – 7
Rólegt í hjarta varnarinnar í dag en Daníel gerði sitt vel. Sem stendur vonlaust að sjá hvort hann komi við boltann í fimmta marki Íslendinga.
Mikael Egill Ellertsson – 7
Mikils krafist af honum sóknarlega líka og hann gerði afar vel þar.
Stefán Teitur Þórðarson (68′) – 7
Gerði vel í að flytja boltann úr vörn og inn á síðasta þriðjung og var virkilega traustur varnarlega.
Ísak Bergmann Jóhannesson – 9 (Maður leiksins)
Sýnir ótrúlega seiglu í að skora annað mark Íslendinga og skorar svo það þriðja eftir ótrúlegt samspil liðsins. Maður leiksins en Albert veitti honum afar harða samkeppni.
Hákon Arnar Haraldsson – 7
Kom ekki mikið úr honum framan af leik en náði sér svo á strik og átti meðal annars stoðsendingu.
Albert Guðmundsson (68′) – 9
Hæfileikaríkasti leikmaður Íslands og sýndi það í dag. Skoraði og átti stoðsendinguna á Guðlaug Victor. Fór meiddur af velli. Vonum sannarlega að það sé ekki alvarlegt!
Andri Lucas Guðjohnsen (68′) – 7
Mjög góður í okkar uppspili en maður hefði viljað sjá hann reka smiðshöggið á einhverja af okkar laglegu sóknum.
Jón Dagur Þorsteinsson (68′) – 7
Lék hægra megin þó það sé ekki staðan sem hann spilar oftast. Gerði það þó mjög vel, tók menn oft léttilega á og lagði þá upp þriðja markið.
Varamenn
Mikael Neville Anderson (68′) – 6
Kristian Nökkvi Hlynsson (68′) – 7
Brynjólfur Willumsson (68′) – 6
Daníel Tristan Guðjohnsen (68′) – 6
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn