Samkvæmt Þungavigtinni verða breytingar á þjálfarateymi Breiðabliks eftir tímabilið, Eiður Benedikt Eiríksson einn aðstoðarmanna Halldórs Árnasonar mun þá láta af störfum.
Kristján Óli Sigurðsson fyrrum kantmaður Breiðabliks sagði frá þessu.
Kristján sagði einnig frá því að Breiðablik væri búið að ráða Emil Pálsson fyrrum atvinnumann í hans stað.
Emil hætti í fótbolta árið 2022 eftir að hafa farið tvisvar í hjartastopp innan vallar.
Emil hefur verið að þjálfa undanfarið hjá FH og er samkvæmt heimasíðu félagsins með 3. flokk félagsins núna.