Maður sem er ákærður fyrir að hafa ekið inn í mannfjölda í fögnuði Liverpool eftir sigur í ensku úrvalsdeildinni hefur neitað allri sök í málinu.
Meira en 134 manns slösuðust þegar Ford Galaxy bifreið ók inn í mannfjölda sem var að yfirgefa hafnarsvæðið í Liverpool að lokinni hátíðargöngu þann 26. maí.
Þeir sem slösuðust voru allt frá sex mánaða gömlum börnum upp í 77 ára aldraða einstaklinga.
Paul Doyle, 53 ára, frá Croxteth í Liverpool, hafði upphaflega verið ákærður fyrir sjö brot, en í réttarhöldum í síðasta mánuði voru 24 brot til viðbótar bætt við ákæruskjalið, samtals 31 ákæra.
Hann kom fyrir dóm í gegnum fjarfund frá fangelsi hjá Liverpool Crown Court á fimmtudag og neitaði allri sök.
Hann neitaði sök í málum sem varða:
Hættulegan akstur
Óeirðir (affray)
18 tilraunir til að valda alvarlegum líkamsmeiðslum af ásetningi
9 ákærur um að valda alvarlegum líkamsmeiðslum af ásetningi
2 ákærur um líkamsárás með ásetningi til að valda skaða (wounding with intent)
Doyle var áfram úrskurðaður í gæsluvarðhald og á að mæta fyrir rétt þann 24. nóvember þegar málið verður tekið til meðferðar.