Því er haldið fram í enskum götumiðlum í dag að Manchester United horfi ekki til þess að Senne Lammens komi inn og taki við stöðu. markvarðar.
Frekar sé horft í það að 23 ára gamli Belginn komi og þrói leik sinn áður en hann er klár í slaginn.
United borgaði 21 milljón punda fyrir Lammens frá Antwerp í Belgíu á lokadegi félagaskiptagluggans.
Félagið hafði skoðað Emi Martinez og Gigi Donnarumma en endaði með því að kaupa markvörðinn efnilega frá Belgíu.
Ef rétt reynist má búast við því að Altay Bayındır standi vaktina í markinu áfram og að Andre Onana og Lammens berjist um að vera á bekknum.