Telgraph segir frá því að Real Madrid sé farið að láta orðið berast um að félagið vilji semja við Marc Guehi varnarmann Crystal Palace í janúar.
Guehi var nálægt því að fara til Liverpool á mánudag en Palace hætti við á síðustu stundu að selja hann, félagið fann ekki arftaka.
Guehi hafði lokið við læknisskoðun hjá Liverpool þegar Palace var hætt við.
Guardian segir að Guehi hefði fengið að fara fyrir 55 milljónir punda þegar Palace hafði samþykkt 35 milljónir punda í tilboð frá Liverpool áður en hætt var við.
Telegraph segir að Real Madrid sé farið að blanda sér í málið en Real getur samið við Guehi í janúar en Liverpool má það ekki.