fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Kári telur að óvænt nafn gæti byrjað hjá Arnari annað kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 13:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason telur að óvænt nafn geti verið í byrjunarliði Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara í fyrsta leik undankeppni HM gegn Aserbaísjan annað kvöld.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og er afar mikilvægt að vinna hann gegn lakasta andstæðingi riðilsins, sem einnig inniheldur Frakkland og Úkraínu.

Kári mætti í Íþróttavikuna á 433.is til að ræða komandi leiki og þar sagðist hann geta séð fyrir sér að Arnar byrju með Gísla Gottskálk Þórðarson á miðjunni.

Gísli Gottskálk með Kára og Arnari.

„Ég hef kallað eftir því að fá Gísla Gotta þarna inn einfaldlega því hann er svo gríðarlega góður á boltann. Þá getum við ýtt Hákoni aðeins ofar og þá er hann ekki eini maðurinn sem getur fengið boltann úr vörninni,“ sagði Kári.

Gísli var seldur til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar, en hann lék undir stjórn Arnars hér heima með Víkingi.

„Mér finnst ekkert ólíklegt að Arnar byrji honum, ef hann er í standi. Ég hef fylgst ágætlega með honum úti og hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu