fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Kallar eftir því að landsliðsmenn fari að læra – „„Arnar gerir það sem hann vill, ég myndi gera þetta öðruvísi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, myndi ekki spila eins fótbolta með landsliðið og fyrrumm samstarfsmaður hans Arnar Gunnlaugsson leggur upp með.

Arnar tók við landsliðinu í byrjun árs eftir að hafa unnið stórkostlegt starf í Víkinni. Í Íþróttavikunni hér á 433.is var Kári spurður út í leikstíl liðsins.

„Þetta er aðeins öðruvísi (leikstíll í landsliðsbolta), ég hef margoft sagt það. Þú ert ekki að taka neina sénsa eða gefa liðum eitt eða neitt, því það er erfiðara að skora í þessu. Þetta er enginn rokk og ról fótbolti. Liðin liggja oft til baka og beita skyndisóknum. Þeir verða bara að læra þetta, það á ekki að taka svona langan tíma,“ sagði Kári um leikstíl liðsins.

Kári var algjör klettur í liði Íslands sem fór á EM 2016 og HM 2018, liðið spilaði einfaldan en árangursríkan fótbolta.

„Arnar gerir það sem hann vill, ég myndi gera þetta öðruvísi. Ég er líka allt annar maður en Arnar og það er ekkert rétt sem ég er að segja. Hann er með þá á æfingu alltaf og sér meira af þeim. Hann gerir það sem hann telur rétt og þekkir, hefur reynslu af.“

Kári Árnason. Mynd: DV/KSJ

Íslenska liðið mætir Aserbaísjan á föstudag í undankeppni HM og nokkrum dögum síðar eru það Frakkar á útivelli. „Þetta eru mjög mismunandi leikir. Ef hann mætir naive inn í Frakka-leikinn gæti það endað mjög illa.“

„Landsliðið er bara árangur núna strax. Þar af leiðandi þarf þetta að vera pínu einfalt svo þú hefur ekki tíma til að vera í þessum Pep-bolta. Þú hefur ekki tímabil eftir tímabil, þessir leikmenn eru að eldast, bráðum eigum við ekki varnarlínu lengur því þeir verða bara komnir á hækjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga