fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Mo Salah veður í stuðningsmenn Liverpool sem settu inn umdeilda færslu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, hefur brugðist við umdeildri færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), þar sem stuðningsmannasíða taldi að félagið hefði gert „mestu bætingu í sögu fótboltans“ með kaupum á nýjum sóknarmönnum.

Aðgangurinn Anfield Edition, vinsæl stuðningsmannasíða, birti færslu þar sem því var haldið fram að kaup á Florian Wirtz og Alexander Isak fyrir samtals 241 milljón punda væru mikil uppfærsla miðað við Luis Díaz og Darwin Núñez sem seldir voru í sumar. Báru þeir númerin sem Wirtz og Isak tóku við.

Salah, sem hefur verið lykilmaður hjá Liverpool í mörg ár, tók ekki vel í þá framsetningu sérstaklega þar sem Díaz og Núñez spiluðu lykilhlutverk í því að tryggja Arne Slot og liðinu enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Hann svaraði beint með því að endurbirta færsluna og bæta við: „Hvernig væri að við fögnum þessum frábæru nýju leikmönnum án þess að vanvirða Englandsmeistarana?,“ sagði Salah

Ummæli Salahs vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og margir stuðningsmenn tóku undir með honum um að slíkur samanburður væri bæði ósanngjarn og óþarfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Í gær

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum