Það virðast hvíla álög á fyrrum stjórum Manchester United en þrír af þeim hafa verið reknir á síðustu dögum. Erik ten Hag var rekinn frá Bayer Leverkusen í gær.
Brottrekstur Ten Hag vekur mikla athygli en hann tók við Leverkusen í sumar og hafði aðeins stýrt þremur leikjum.
Forráðamönnum Leverkusen leist hins vegar ekki vel á það hvað Ten Hag var að gera og ákváðu að taka ákvörðun strax.
Fyrir helgi var Jose Mourinho rekinn frá Fenerbache í Tyrklandi eftir að hafa mistekist að koma liðinu í Meistaradeildina.
Þá var Ole Gunnar Solskjær rekinn frá Besiktas eftir að hafa mistekist að koma liðinu í Evrópukeppni. Ljóst er að þeir munu reyna að finna sér nýtt starf á næstu mánuðum.