Ilkay Gundogan er genginn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasaray á frjálsri sölu frá Manchester City.
Þessi 34 ára gamli miðjumaður sneri aftur til City frá Barcelona síðasta sumar, en náði ekki þeim hæðum sem hann hafði áður náð í Manchester.
Nú hefur hann skrifað undir tveggja ára samning við Galatasaray, sem er tyrkneskur meistari og spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur.
Þess má geta að Gundogan á einmitt tyrkneska foreldra, en er fæddur í Þýskalandi.
📸 İlkay Gündoğan, İstanbul’da! #GundoIsHere 🦁 pic.twitter.com/Prga2IFBpA
— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 2, 2025