fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari íslenska landsliðsins þurfti að gera tvær breytingar á leikmannahópi sínum um helgina. Orri Steinn Óskarsson og Aron Einar Gunnarsson meiddust.

Aron meiddist á undan Orra en Brynjólfur Willumsson var kallaður inn í hans stað, Aron hefur verið varnarmaður undanfarið en Brynjólfur er framherji og hefur verið frábær í Hollandi undanfarnar vikur. Nokkur gagnrýni var á það að Brynjólfur væri ekki í upphaflega hópnum.

Skömmu síðar meiddist Orri sem er framherji liðsins og Hjörtur Hermansson sem er varnarmaður var kallaður inn í hans stað.

„Þetta gerist alltaf, stærra skarð að missa Orra því Aron var í banni í fyrsta leiknum. Skellur að fyrirliðinn sé frá, hann byrjar að kalla inn striker fyrir varnarmann. Svo dettur framherji út og þá er kallaður inn varnarmaður. Stórfurðulegt,“ sagði Kristján Óli í Þungavigtinni í gær

Mikael Nikulásson var sammála Kristjáni en Ísland mætir Aserbaísjan og Frakklandi í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM 2026.

„Ég ætla að vera sammála Stjána þar, það verður að segjast eins og er. Landsliðshópurinn er valinn og þetta hefur gerst fyrir alla landsliðsþjálfara, Arnar er að velja 90 prósent af sínum bestu leikmönnum,“ sagði Mikael og hélt svo áfram.

„Hann var gagnrýndur fyrir að velja ekki Brynjólf og hann skorar tvö mörk rétt á eftir, hann er markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni. Ég velti því fyrir mér hvort Aron hafi fengið símtalið um að draga sig bara út eftir þessi mörk Brynjólfs, þetta er mjög furðulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

City staðfestir söluna á Ederson til Fenerbache

City staðfestir söluna á Ederson til Fenerbache
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir kaupin á Lammens – „Ég er virkilega stoltur“

United staðfestir kaupin á Lammens – „Ég er virkilega stoltur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið- Alexander Isak yfirgefur Liverpool og flýgur til Svíþjóðar

Sjáðu myndbandið- Alexander Isak yfirgefur Liverpool og flýgur til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guehi fær skilaboð frá Liverpool um að félagið reyni aftur í janúar

Guehi fær skilaboð frá Liverpool um að félagið reyni aftur í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum

United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir