Manchester City hefur staðfest kaup á ítalska markverðinum Gianluigi Donnarumma frá Paris Saint-Germain, með fyrirvara um leikheimild.
Donnarumma, sem er 26 ára gamall, hefur skrifað undir fimm ára samning við City og verður hjá félaginu til sumarsins 2030.
Á ferli sínum til þessa hefur ítalski landsliðsmarkvörðurinn byggt upp orðspor sem einn besti markvörður Evrópu. Donnarumma er hávaxinn, öflugur og yfirvegaður í teignum, 197 cm á hæð, og kemur á Etihad með mikla reynslu af fótbolta á hæsta stigi.
„Að ganga til liðs við Manchester City er mjög sérstakt,“ sagði Donnarumma eftir undirritunina.
„Ég er að ganga inn í hóp sem er troðfullur af heimsklassa leikmönnum og lið sem er stýrt af einum af besta stjóra sögunnar, Pep Guardiola. Þetta er félag sem hver einasti leikmaður í heiminum myndi vilja ganga til liðs við.“