Liverpool og Crystal Palace hafa skrifað undir fyrsta blaðið sem þarf að skila inn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Með því kaupa félögin sér tíma.
Búið er að loka félagaskiptaglugganum á Englandi en Liverpool mun síðar í kvöld kaupa Guehi á 35 milljónir punda.
Guehi fór í læknisskoðun í dag en skpitin hafa verið í óvissu þar sem Palace hefur ekki fundið arftaka hans.
Svo virðist sem það muni á endanum ekki skipta máli og að Guehi fari til Liverpool síðar í kvöld.
Guehi er enskur landsliðsmaður sem hefur átt góð ár hjá Palace en skrifar nú undir hjá meisturum síðustu leiktíð.
🚨 Liverpool submitted deal sheet for Marc Guehi’s £35m move. Medical also done. Up to Crystal Palace now.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025