Það er gluggadagur í dag, en félagaskiptaglugganum í helstu deildum Evrópu verður skellt í lás klukkan 18 í kvöld að íslenskum tíma.
Þess má geta að það er fjórum tímum fyrr en vanalega. Þetta er gert til að búa til heilbrigðara starfsumhverfi og vinnutíma fyrir starfsfólk knattspyrnufélaga.
Hér að neðan má sjá allt það helsta á gluggadeginum á einum stað.
19:33 – Fulham staðfestir kaup á Samuel Chukwueze miðjumanni frá AC Milan
19:28 – Guehi fær skilaboð frá Liverpool um að félagið reyni aftur í janúar – Meira hérna
19:05 – Chelsea staðfestir að Marc Guiu hafi verið kallaður til baka úr láni frá Sunderland. Er það gert vegna meiðsla Liam Delap.
19:04 – Tottenham staðfestir komu Kolo Muani – Meira hérna
18:53 – Arsenal staðfestir komu Hincapie – Kaupa hann svo næsta sumar – Meira hérna
18:45 Áfall á Anfield – Þrátt fyrir að hafa skilað inn gögnum kemur Guehi ekki – Meira hérna
18:33 – AC Milan staðfestir kaup á Adrien Rabiot frá Marseille.
18:20 Aymeric Laporte er að fara til Athletic Bilbao, hann yfirgefur Al-Nassr og heldur heim til Spánar.
18:13 – Arsenal er búið að losa sig við Fábio Vieira á láni til Hamburg – Meira hérna
18:10 – Búið er að loka glugganum en félögin fá meiri tíma til að klára skipti ef búið var að skila inn fyrsta blaði vegna þess.
18:09 – Chelsea náði ekki að losna við Raheem Sterling sem á tvö ár eftir af samningi, glugginn í Tyrklandi er þó áfram opinn.
18:08 – Chelsea selur Chilwell til Strasbourg – Sömu eigendur hjá félögunum – Meira hérna
18:05 – Manchester United hefur lánað Harry Amass til Sheffield Wednesday
18:04 – Jaydee Canvot er orðinn leikmaður Crystal Palace, hann er 19 ára varnarmaður frá Frakklandi og kemur frá Toulouse
17:52 – Crystal Palace staðfestir sölu á Odsonne Édouard til Lens í Frakklandi
17:51 – Burnley hefur staðfest kaup á Florentino Luís miðjumanni frá Benfica
17:50 – United staðfestir sölu á Antony – Mikið tap á nokkrum árum – Sjáðu meira hérna
16:55 – Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City – Meira hérna
16:29 – Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace – Sjáðu meira hérna
16:17 – Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu – Sjá meira hérna
15:48 – Það stefnir allt í það að Ilkay Gundogan fari frá Manchester City til Galatasaray í Tyrklandi.
15:26 Það er enginn möguleiki á að Kobbie Mainoo yfirgefi Manchester United á láni í dag.
15:26 Javi Galan, vinstri bakvörður Atletico Madrid, er á leið til Nottingham Forest. Þessi þrítugi leikmaður skrifar undir þriggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.
15:26 Benjamin Pavard er á leið til Marseille á láni frá Inter. Franska félagið getur keypt hann eftir ár.
15:26 Donnell McNeilly, ungur framherji Chelsea, er á leið til Nottingham Forest, sem mun svo lána hann til Wycombe.
15:26 Wolves er að fá Tolu Arkadare frá Genk. Félagið greiðir rúmar 23 milljónir punda fyrir framherjann.
15:26 Leeds er að reyna að fá Harry Wilson frá Fulham í kjölfar þess að Facundo Bounanotte ákvað að ganga í raðir Chelsea.
14:30 Marc Guehi er að ganga í raðir Liverpool frá Crystal Palace. Hann gengst nú undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir. Meira hér.
14:05 Facundo Buonanotte er genginn í raðir Chelesa á láni frá Brighton. Lundúnafélagið hefur rétt til að jafna öll tilboð næsta sumar.
13:24 Victor Lindelöf, fyrrum leikmaður Manchester United, er genginn í raðir Aston Villa á frjálsri sölu. Varnarmaðurinn var fyrr í sumar talinn á leið til Fiorentina en ekkert varð af því.
13:22 Ipswich er að fá Luca Fletcher, 18 ára gamlan sóknarmann Manchester City. Kemur hann á láni til B-deildarliðsins með kaupskyldu, en City mun hafa forkaupsrétt á honum síðar meir.
13:22 Fulham er að fá Tyrique George, 19 ára kantmann Chelsea. Félagið greiðir 22 milljónir punda fyrir hann og skrifar George undir fimm ára samning.
13:02 Harvey Elliot er að ganga í raðir Aston Villa frá Liverpool. Meira hér.
13:02 Manuel Akanji er að ganga í raðir Inter á láni frá Manchester City. Ítalska félagið greiðir tæpar 2 milljónir punda fyrir lánið og getur keypt hann á um 13 milljónir punda næsta sumar.
11:07 Sanne Lammens verður það fyrir Manchester United, ekki Emi Martinez. Meira hér.
11:07 Randal Kolo Muani er á leið til Tottenham frá PSG. Líklega verður um lánssamning með kaupmöguleika eða kaupskyldu að ræða.
11:07 Reiss Nelson er á leið til Brentford á láni frá Arsenal. Hann var alls ekki inni í myndinni á Emirates. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að ljóst varð að Yoan Wissa fari til Newcastle frá Brentford.
10:15 Lutsharel Geertruida fer til Sunderland frá RB Leipzig á láni með kaupmöguleika. Félagið er einnig að fá samlanda hans Bryan Brobbey. Sóknarmaðurinn kemur inn í stað Marc Guiu sem var kallaður til baka til Chelsea úr láni.
10:15 Piero Hincapie mun ganga í raðir Arsenal frá Bayer Leverkusen í dag á láni með kaupmöguleika.
10:15 Alexis Sanchez, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, er að ganga í raðir Sevilla á Spáni á frjálsri sölu.
10:15 Newcastle er að landa Yoane Wissa frá Brentford á 55 milljónir punda. Kemur það í kjölfar fregna um að félagið sé að selja Alexander Isak. Meira hér.
09:30 Aston Villa er að fá Jadon Sancho frá Manchester United. Meira hér.
07:41 Liverpool er loks að klára kaupin á Alexander Isak, framherja Newcastle. Félagið vonast til að fá Marc Guehi, miðvörð Crystal Palace, í dag einnig. Félagið hefur elst við báða lengi og Isak farið í stríð við Newcastle til að reyna að komast burt. Joe Gomez fer líklega til AC Milan ef Guehi kemur.
07:41 Það er ekki ósenilegt að markvörður komi inn hjá Manchester United í dag. Sem stendur virðast öll vötn renna til Emiliano Martinez hjá Aston Villa, fremur en Sanne Lammens hjá Royal Antwerp.
07:41 Það ætlar að ganga hægt fyrir PSG og Juventus að klára skipti Randan Kolo Muani aftur til síðarnefnda félagsins. Framherjinn var þar á láni á síðustu leiktíð og vill aftur til Ítalíu. Það er hins vegar útlit fyrir að ekkert verði af skiptunum og horfir Juventus nú til Loic Openda hjá RB Leipzig. Tottenham gæti fengið Kolo Muani ´idag.
07:41 Adrien Rabiot, fyrrum leikmaður Juventus og PSG, er að ganga í raðir AC Milan í dag frá Marseille.
07:41 Fulham er að klára kaupin á Kevin, brasilískum kantmanni Shakhtar í Úkraínu, fyrir 36 milljónir punda.
07:41 Chelsea og Sunderland hafa komist að samkomulagi um að sóknarmaðurinn Marc Guiu fari aftur til fyrrnefnda félagsins og rifti þar með lánssamningi sínum. Er það vegna meiðsla Liam Delap. Sunderland er að kaupa Bryan Brobbey frá Ajax á um 20 milljónir punda í staðinn.
07:41 Marco Asensio er að ganga í raðir Fenerbahce frá PSG. Hann var á láni hjá Aston Villa seinni hluta síðustu leiktíðar en fer endanlega til Tyrklands.
07:41 Það er útlit fyrir að skipti Gianluigi Donnarumma frá PSG til Manchester City gangi í gegn í dag. Ederson fer þá frá City til Fenerbahce.