fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Brjálaður út í VAR eftir tapleikinn: ,,Allir eru í sjokki“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 09:30

Marco Silva/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marco Silva, stjóri Fulham, var bálreiður eftir leik sinna manna gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Fulham tapaði 2-0 í grannaslag gegn Chelsea en VAR tók allavega tvær nokkuð umdeildar ákvarðanir í viðureigninni.

Mark var dæmt af Fulham í fyrri hálfleik fyrir mögulega litlar sakir og þá fékk Chelsea umdeilda vítaspyrnu í seinni hálfleik.

Silva er á því máli að VAR hafi skipt sköpum í tapi sinna manna og að dómarnir hafi alls ekki verið réttir að þessu sinni.

,,Það voru ákvarðanir VAR sem breyttu þessum leik. Heilt yfir þá vorum við frábærir í fyrri hálfleiknum og spiluðum leikinn eins og á að spila hann,“ sagði Silva.

,,Við ættum að vera stoltir, við vorum klárlega betra liðið í fyrri hálfleiknum.“

,,Ég reyni að koma þessu fram eins vel og ég get, ég er með hluti sem ég vil segja og allir eru í sjokki í búningsklefanum og þeir sem eru að horfa heima.“

,,Vítaspyrnan var ótrúlegur dómur, þeir sem eru í VAR herberginu sáu ótrúlegustu hluti eins og brotið í fyrsta markinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Í gær

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf