Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála Bayern Munchen, hefur staðfest það að félagaskipti Nicolas Jackson séu í bið eins og er.
Það er óljóst hvort Jackson fái að fara til Bayern í sumar en hann var mættur til Þýskalands til að skrifa undir lánssamning.
Chelsea hefur ákveðið að hætta við þau skipti eftir að framherjinn Liam Delap meiddist í dag gegn Fulham.
,,Allir munu nú snúa til sinna aðila og svo sjáum við hvað er mögulegt,“ sagði Eberl um málið.
Jackson vill sjálfur ekkert meira en að komast til Bayern en útlit er fyrir að Chelsea muni ekki leyfa það fyrir gluggalok sem eru á mánudag.