West Ham hafnaði boði um að taka Andre Onana á láni frá Manchester United. Guardian segir frá þessu.
West Ham vill fá markvörð og framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.
Guardian segir að West Ham hafi fengið boð um að taka Onana á láni en félagið hafi hafnað því.
Ruben Amorim vill helst losna við Onana frá félaginu en félagið er að reyna að kaupa markvörð áður en glugginn lokar.
Onana gerði sig sekan um slæm mistök í deildarbikarnum í vikunni og kastaði United úr keppni gegn Grimsby.