Dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær en FC Bayern var það lið sem fékk erfiðustu andstæðingana.
Þetta segja gögn OPTA en félagið mætir Chelsea, PSG og Arsenal sem dæmi.
PSG á næst erfiðustu andstæðingana en liðið mætir Barcelona, Bayern og Atalanta sem dæmi, auk þess að fá Tottenham.
Newcastle er það enska lið sem fær erfiðustu andstæðingana en liðið mætir meðal annars Barcelona og PSG.
Arsenal er það enska lið sem fær auðveldustu leiðina í 16 liða úrslit en liðið mætir Bayern og Inter.
Fleiri áhugaverðir leikir en svona greinir OPTA stöðuna en Pafos fær auðveldustu andstæðingana samkvæmt OPTA.