fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. ágúst 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óvissa um framtíð Ruben Amorim í stjórastólnum hjá Manchester United. Einhverjir leikmenn eru farnir að efast um stöðu hans. The Guardian fjallar um málið.

United er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik úr enska deildabikarnum í vikunni á niðurlægjandi hátt, með tapi gegn D-deildarliðin Grimsby í vítaspyrnukeppni.

United tekur á móti nýliðum Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun og við tekur landsleikjahlé. Innan leikmannahópsins er hópur sem telur að Amorim muni jafnvel ekki lifa það af.

Spilar inn í hversu þrjóskur Portúgalinn er varðandi leikkerfi sitt, en hann virðist alls ekki vilja bregða frá 3-4-3 kerfinu, sem hefur hingað til ekki gengið vel hjá United.

Stjórnin er sögð standa við bakið á Amorim en ef úrslitin lagast ekki gæti vel verið að hann hætti sjálfur, frekar en að breyta um leikkerfi eða slíkt.

Amorim tók við United síðla síðasta hausts af Erik ten Hag. Tókst honum ekki að snúa gengi liðsins við og hafnaði það í 15. sæti deildarinnar í vor.

Leikurinn við Burnley á morgun gæti haft afar mikið að segja og ekki víst að Amorim lifi það af að tapa þeim leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho