fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

433
Föstudaginn 29. ágúst 2025 20:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðshópur Arnars Gunnlaugssonar var til umræðu í Þungavigtinni í dag. Þar settu menn út á nokkrar ákvarðanir.

Karlalandsliðið leikur gegn Aserbaídsjan heima eftir viku og Frakklandi ytra fjórum dögum síðar. Um fyrstu leiki undankeppni HM á næsta ári er að ræða.

Mikael Nikulásson segir það hafa komið sér verulega á óvart að sóknarmaðurinn Brynjólfur Willumsson, sem hefur verið að gera góða hluti með Groningen í Hollandi, sé ekki í hópnum.

„Það kemur mér á óvart að Brynjólfur Willumsson sé ekki þarna og það er nánast lögreglumál. Það virðist ekki skipta neinu máli hvað menn eru að gera með sínum liðum,“ sagði hann.

Kristján Óli Sigurðsson furðaði sig á því að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, sé í hópnum en ekki Dagur Dan Þórhallsson hjá Orlando City.

„Bestu mennirnir okkar eru þarna en aðrir munu vera að sækja bolta. Sævar Atli Magnússon, Anton Ari, hann er ekki búinn að geta neitt síðustu tvo mánuði.

Arnar sagði í vor að Dagur Dan væri kominn á undan Bjarka en það hefur greinilega mikið gerst hjá Bjarka á undirbúningstímabilinu í B-deild á Ítalíu því Dagur er búinn að spila mikið með Orlando.“

Kristján vill meina að það skipti máli hvort leikmenn séu hjá Stellar umboðsskrifstofunni, þar sem Bjarki Gunnlaugsson, bróðir landsliðsþjálfarans Arnars, starfar.

„Ef þú ert ungur leikmaður og ekki hjá Stellar þá færðu aldrei tækifæri með landsliðinu,“ hélt hann fram.

Arnar er á leið inn í sitt þriðja landsliðsverkefni til þessa og klárlega það mikilvægasta. Kristján virðist ekki sannfærður um að hann sé rétti maðurinn í starfið.

„Ég er búinn að fá frá 5-6 aðilum að það séu 50/50 líkur á að Arnar verði þjálfari Íslands eftir október-verkefnið. Það er bara út af því hvernig hann talar og annað, hann ætlar á HM og eins og staðan er núna erum við ekki að fara að gera það. Ég kvíði fyrir verkefninu í Frakklandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina