Kobbie Mainoo fær ekki að fara frá Manchester United í þessum glugga. Ruben Amorim stjóri liðsins staðfesti það í dag.
Miðjumaðurinn ungi er ósáttur við spiltíma sinn í upphafi tímabils, en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki síðan Amorim tók við.
Mainoo er sagður hafa beðið um að fá að fara annað á láni en Amorim segir það ekki koma til greina.
„Ég vil að Kobbie verði hér áfram. Hann þarf að berjast fyrir sæti sínu og við þurfum hann. Svo einfalt er það,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag.