Öll leikmannakaup Chelsea þessa dagana eru háð brottför leikmanna, þar sem félagið þarf að halda fjármálum í jafnvægi til að geta skráð nýja leikmenn í Meistaradeildina.
Forgangsverkefni félagsins fram til fimmtudags var að klára kaup á Alejandro Garnacho. Félagið samdi við Manchester United um kaupverð í gær.
Fram kemur í fréttum í dag að Chelsea sé í samtali við Barcelona um Fermin Lopez. Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.
Leikmenn sem líklegt er að yfirgefi félagið eru meðal annars Raheem Sterling, Ben Chilwell, Nicolas Jackson, Tyrique George, Axel Disasi, Alfie Gilchrist og David Datro Fofana.
Chelsea ákvað að gera ekki tilboð í Xavi Simons sem er orðinn leikmaður Tottenham, en félagið hefur aðra leikmenn á óskalistanum.