Dani Ceballos er ekki á leið til Marseille eftir allt saman og verður áfram hjá Real Madrid.
Miðjumaðurinn virtist á leið til Marseille, en það hafði verið fjallað um það undanfarna daga.
Átti Ceballos að vera afar spenntur fyrir því að vinna með Roberto De Zerbi, stjóra Marseille.
Einnig vildi hann komast í lykilhlutverk hjá félagsliði til að eiga möguleika á að vera í spænska landsliðinu næsta sumar.
Skiptin urðu hins vegar að engu í dag og verður þessi fyrrum leikmaður Arsenal áfram í höfuðborg Spánar.