fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“

433
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spilamennska Stjörnumanna heillaði ekki marga þrátt fyrir sigur á KR í Bestu deild karla í byrjun vikunnar. Þar á meðal var Mikael Nikulásson sparkspekingur.

Stjarnan vann leikinn 1-2 og voru KR-ingar afar svekktir með að hafa ekki fengið neitt úr leiknum. Vesturbæingar eru áfram í fallbaráttu á meðan Garðbæðingar halda í við toppliðin.

„Ég fór beint upp á slysó og fékk hálskraga eftir að hafa horft á þetta Stjörnulið. Ég hef aldrei séð svona. Það er alltaf verið að tala um að við séum að bæta fótboltann. Ég á örugglega 100 leiki á þessum velli sem var verið að spila á en þá var alltaf reynt að spila fótbolta. En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga.

Ég hef aldrei séð fótbolta eins og hjá Stjörnunni í þessum leik. Að þetta Stjörnulið sé fyrir ofan KR er hneyksli fyrir fótboltann en svona er þetta,“ sagði Mikael um leikinn í Þungavigtinni.

Mikael var hrifinn af spilamennsku sinna manna í KR í leiknum og er hann bjartsýnn fyrir framhaldinu með Óskar Hrafn Þorvaldsson í brúnni. Hann segir ótrúlegt að liðið sé með 11 stigum minna en Stjarnan. „Það er lögreglumál, miðað við spilamennskuna.“

Stjarnan bætti við sig fjórum útlendingum á miðju tímabili, þar á meðal Steven Caulker, fyrrum leikmanni Tottenham og Liverpool. Liðið virðist ætla að láta sig dreyma um Íslandsmeistaratitil í haust. „Það er ekkert project í gangi hjá Stjörnunni, það er bara bombað fram,“ sagði Mikael hins vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl