fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru vangaveltur um hvort Ruben Amorim hafi óbeint verið að segjast hafa tapað trausti leikmanna og að tími hans sem stjóri Manchester United líði senn undir lok eftir viðtal sem hann fór í eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Grimsby í gær.

Grimsby henti stórliðinu úr leik í 2. umferð deildabikarsins með dramatískum sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta kemur í kjölfar þess að United hefur fengið eitt stig og aðeins skorað eitt mark í fyrstu tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég tel að betra liðið hafi unnið, eina liðið sem var á vellinum. Mér finnst mínir leikmennmenn hafa talað hátt og skýrt í dag. Í mínum huga er alveg ljóst hvað gerðist,“ sagði Amorim eftir leik og var beðinn um að útskýra þetta nánar.

„Hvernig við byrjum leikinn án ákefðar, engar hugmyndir um slíkt voru til staðar. Þannig tel ég þá hafa talað hátt og skýrt.“

Það er enn loðið hvað nákvæmlega Portúgalinn meinti en hann virðist allavega allt annað en sáttur með leikmenn sína. Sem fyrr segir eru kenningar um að þarna hafi hann átt við að hann hafi tapað klefanum og að leikmenn hafi jafnvel kastað honum undir rútuna í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum