fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði stórlið Madrídar, Real Madrid og Atletico Madrid, fylgjast náið með stöðu miðjumannsins Kobbie Mainoo hjá Manchester United.

Heimildir Daily Mail herma að spænsku félögin skoði málið nú þegar Mainoo hefur ekki enn fengið að spila mínútu á þessu tímabili

Aðilar innan knattspyrnunnar segir við Daily Mail að lánssamningur til eins árs gæti verið áhugaverður kostur fyrir lið í spænsku höfuðborginni, þar sem glugginn lokar á mánudag.

Mainoo, sem er 20 ára og uppalinn hjá United, var reglulegur byrjunarliðsmaður áður en hann meiddist í fyrra. Hann sneri aftur í desember, en hefur síðan þá misst fast sæti sitt og hefur verið notaður sem varamaður.

Leikmaðurinn er opinn fyrir því að vera áfram hjá félaginu, en vill spila reglulega og helst í Meistaradeild Evrópu. Það gæti opnað á mögulegan félagaskipti ef rétta tækifærið býðst.

Manchester United er þó tregt til að lána leikmanninn, enda hefur félagið aðeins fjóra miðjumenn í hópnum og horfir ekki til þess að selja Mainoo. Þrátt fyrir að hann hafi ekki komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, er enn líklegt að hann gegni lykilhlutverki hjá United í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur