fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Marcos Olmedo er látinn, aðeins 26 ára gamall, eftir hræðilegt bílslys í Ekvador á sunnudagsmorgun.

Olmedo var leikmaður Mushuc Runa í heimalandinu, hann lést í framanákeyrslu á E20-hraðbrautinni í Quinindé. Tveir aðrir menn, 30 og 34 ára, létust einnig í slysinu sem átti sér stað þegar pallbíll fór yfir heila línu og klessti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Öryggismyndavélar náðu upptöku af árekstrinum.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var ljóst að ekki var hægt að bjarga lífi þeirra sem í slysinu lentu.

Olmedo var frá Guayaquil og lætur eftir sig eiginkonu sína Evelyn Clavijo og þriggja ára son þeirra, Lemarcus. Evelyn birti hjartnæma færslu á Facebook þar sem hún minnist eiginmanns síns með mikilli sorg.

„Þeir sem þekktu Marcos Olmedo vita hvers konar maður hann var. Hann kenndi mér að maður á að gefa það sem þarf ekki bara það sem er afgangs,“ skrifaði hún.

Evelyn lýsti því að þau hefðu kynnst fyrir tæpum sjö árum og síðan gifst. Hún bætti við „Hann var hræddur við að treysta öðrum fyrir fyrsta syni sínum, svo ég helgaði mig Lemarcusi. Með hjartað í þúsund molum skrifa ég þessi orð.“

Í annarri færslu skrifaði hún: „Hvernig á ég að jafna mig á þessu, ást lífs míns. Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar? Þetta brýtur sál mína. Hvíldu í friði, elsku ástin mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea