Það er búið að draga í 32-liða úrslit enska deildabikarsins. Þetta er umferðin þar sem þau úrvalsdeildarlið sem eru í Evrópukeppni koma inn í keppnina.
Kvöldið í kvöld var hreint ótrúlegt og henti D-deildarlið Grimsby Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Liðið heimsækir B-deildarlið Sheffield Wednesday í næstu umferð.
Stórliðin fengu mjög viðráðanleg verkefni. Liverpool tekur á móti Southampton, Arsenal heimsækir Port Vale, Manchester City fer til Huddersfield, Chelsea mætir Lincoln og Tottenham leikur gegn Doncaster.
Svona var drátturinn:
Port Vale – Arsenal
Swansea City – Nott’m Forest
Lincoln City – Chelsea
Tottenham – Doncaster
Brentford – Aston Villa
Huddersfield – Man City
Liverpool – Southampton
Newcastle – Bradford
Sheff Wed – Grimsby Town
Wolves – Everton
Crystal Palace – Millwall
Burnley – Cardiff City
Wrexham – Reading
Wigan – Wycombe
Barnsley – Brighton
Fulham – Cambridge