Kobbie Mainoo hefur verið orðaður við nokkuð óvænta brottför frá Manchester United undanfarna daga, í kjölfar þess að hafa ekki fengið tækifærið í liði Ruben Amorim í upphafi tímabils.
Mainoo var afar spennandi er hann kom upp úr yngri liðum United en svo virðist sem hann sé ekki alveg inni í myndinni hjá Amorim, sem tók við síðla síðasta hausts.
Nú segir Daily Mail frá því að tíu félög hafi lýst yfir áhuga á miðjumanninum unga. United skoðar nú stöðu mála áður en félagið tekur ákvörðun.
Samkvæmt veðbönkum er Chelsea líklegasta liðið til að hreppa Mainoo, fari hann frá United. Hann hefur áður verið orðaður við liðið en það sem kemur meira á óvart er að Everton þykir líklegasta liðið ásamt Chelsea.
Einnig orða enskir miðlar kappann við Bayern Munchen, Brighton, Tottenham, Nottingham Forest, Juventus, Inter, Aston Villa og Real Madrid.