Breiðablik og Valur voru í eldlínunni í undankeppni Meistaradeildarinnar í dag. Um var að ræða undanúrslitaleiki í baráttunni um að komast í umspil um sæti í keppninni.
Blikar unnu 3-1 sigur á Athlone frá Írlandi. Samantha Smith skoraði tvö marka liðsins og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. Liðið mætir Twente á laugardag.
Valur tapaði hins vegar 3-1 fyrir Braga frá Portúgal. Jordyn Rhodes skoraði mark Vals. Þess má geta að Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir eru á mála hjá Braga.
Valur mætir Inter á laugardag í leik um sæti í nýrri Evrópukeppni, eins konar bikarkeppni sem er sú næsta fyrir neðan Meistaradeildina. Blikar fara í 2. umferð sömu keppni ef liðið tapar gegn Twente.