fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en sáttur með vinnubrögð ESPN sem ákvað að birta ummæli leikmannsins sem hann lét falla fyrir um tíu árum síðan.

Wijnaldum var þá að undirbúa sig fyrir skipti til Liverpool frá Newcastle en það sama mun líklega gerast með Alexander Isak á næstunni.

Isak hefur verið í umræðunni í allt sumar en hann neitar að spila og æfa með Newcastle og vill komast til Liverpool sem fyrst.

ESPN rifjaði upp ummæli Wijnaldum frá 2016 þar sem hann tjáði sig um skiptin en hann hafði þó ekkert nema góða hluti að segja.

Hollendingurinn sagðist aldrei hafa neytt félagið í að selja sig en var þó ákveðinn í að fara til Liverpool ef tækifærið væri í boði.

ESPN ákvað að líkja þessum félagaskiptum saman sem fór virkilega illa í miðjumanninn sem spilar í Sádi Arabíu í dag.

,,Þetta er eitthvað sem ég sagði fyrir um tíu árum og áður en ég fór til Liverpool,“ sagði Wijnaldum.

,,Af hverju er verið að birta þetta í dag eins og þetta sé mín skoðun á stöðu Isak? Þetta tengist Isak og þessum félögum en ekki mér. Ekki blanda mér í þetta mál. Takk fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Í gær

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Í gær

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“