Theo Walcott, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það muni taka langan tíma fyrir sóknarmanninn Viktor Gyokores að sýna sitt besta í ensku úrvalsdeildinni.
Gyokores var ekki heillandi í fyrsta keppnisleik sínum fyrir Arsenal um síðustu helgi í 1-0 sigri gegn Manchester United.
Framherjinn kom til félagsins frá Sporting í sumar og eru margir að búast við því að hann raði inn mörkum á sínu fyrsta tímabili í efstu deild Englands.
Svíinn skoraði þó tvö mörk gegn Leeds í 5-0 sigri í kvöld og mun það taka einhvern tíma fyrir leikmanninn að ná tökum á deildinni að sögn Walcott.
,,Það verður alltaf erfitt að spila á Old Trafford í fyrsta leik og fyrir mig þá tók það allt að fjóra leiki til að koma mér í gang,“ sagði Walcott.
,,Horfiði á Gyokores, hann mun þurfa langan tíma til að komast í leikform og ég skil hans stöðu vel.“
,,Þú þarft tíma til að komast í stand og við sáum ákveðna hluti með Gyokores þar sem hann hljóp í svæðin, hann er sterkur og var að draga menn að sér.“
,,Bukayo Saka og Gabriel Martinelli voru ekki upp á sitt besta í þessum leik svo hann var einn þarna, þegar það byrjar að klikka þá getiði rétt ímyndað ykkur!“