fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. ágúst 2025 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theo Walcott, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það muni taka langan tíma fyrir sóknarmanninn Viktor Gyokores að sýna sitt besta í ensku úrvalsdeildinni.

Gyokores var ekki heillandi í fyrsta keppnisleik sínum fyrir Arsenal um síðustu helgi í 1-0 sigri gegn Manchester United.

Framherjinn kom til félagsins frá Sporting í sumar og eru margir að búast við því að hann raði inn mörkum á sínu fyrsta tímabili í efstu deild Englands.

Svíinn skoraði þó tvö mörk gegn Leeds í 5-0 sigri í kvöld og mun það taka einhvern tíma fyrir leikmanninn að ná tökum á deildinni að sögn Walcott.

,,Það verður alltaf erfitt að spila á Old Trafford í fyrsta leik og fyrir mig þá tók það allt að fjóra leiki til að koma mér í gang,“ sagði Walcott.

,,Horfiði á Gyokores, hann mun þurfa langan tíma til að komast í leikform og ég skil hans stöðu vel.“

,,Þú þarft tíma til að komast í stand og við sáum ákveðna hluti með Gyokores þar sem hann hljóp í svæðin, hann er sterkur og var að draga menn að sér.“

,,Bukayo Saka og Gabriel Martinelli voru ekki upp á sitt besta í þessum leik svo hann var einn þarna, þegar það byrjar að klikka þá getiði rétt ímyndað ykkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum