Manchester City 0 – 2 Tottenham
0-1 Brennan Johnson(’35)
0-2 Joao Palhinha(’45)
Manchester City var í miklum erfiðleikum með Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en spilað var á Etihad vellinum.
Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð og þá mjög sannfærandi en City lagði Wolves 4-0 og Tottenham vann Burnley 3-0.
Tottenham kom mörgum á óvart og náði í sigur í þessum leik en bæði mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Tottenham náði í raun að stöðva flest sem City hafði að bjóða upp fram á við en heimamenn fengu þó vissulega sín færi.
Frábær byrjun hjá Thomas Frank sem tók við Tottenham í sumar og er liðið nú á toppnum með markatöluna 5:0.