Manchester United hefur ráðið Dr. Imtiaz Ahmad sem yfirlækni félagsins og mun hann taka við af Gary O’Driscoll sem er að láta af störfum.
Ahmad kemur til United frá Crystal Palace en þarf að klára að vinna uppsagnarfrest þar.
Búið er að taka læknateymi United í gegn á undanförnu og er Ahmad lykill að þeirri breytingu.
Ahmad hefur verið góður í starfi hjá Palace en honum er ætlað að leiða þá vinnu að leikmenn meiðist síður.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir rekstri United í dag hefur verið að taka til í öllu félaginu síðustu mánuði og miklar breytingar orðið utan vallar.