Senne Lammens markvörður Antwerp er efstur á óskalista Manchester United þegar kemur að markverði og eru viðræður farnar af stað.
Fabrizio Romano segir frá því að samtalið sé komið á fulla ferð.
Lammens hefur verið reglulega orðaður við United í sumar en hann er 23 ára gamall.
Romano segir að Lammens sé nánast búin að semja við United um kaup og kjör og United er í samtali við belgíska félagið um kaupin.
Félög í Frakklandi og Ítalíu hafa sýnt Lammens áhuga en United þarf að selja leikmenn til að fjármagna næstu kaup.