Fenerbache hefur sett allt á fullt til að reyna að fá Antony frá Manchester United, hann er ekki sannfærður um málið.
Antony er á sölulista hjá United en ESPN í Brasilíu segir að Fenerbache sé tilbúið að borga þær 40 milljónir punda sem United vill fá.
Antony er hins vegar ekki klár í að hoppa til Fenerbache og bíður eftir öðrum tilboðum.
Antony fór til Real Betis á láni á síðustu leiktíð og stóð sig vel, þangað vill hann aftur en spænska félagið getur ekki keypt hann.
Fenerbache er tilbúið að borga Antony væna summu í laun en hann ætlar að bíða og sjá. Stjóri Fenerbache er Jose Mourinho.