Svo virðist sem mjög alvarleg brögð hafi verið í tafli þegar dregið var í bikarkeppni í Rúmeníu.
Erlendir miðlar fjalla um málið en hvernig staðið var að drættinum vekur eðlilega mikla athygli.
Það var nefnilega þjálfari Farul Costanta sem sá um að draga andstæðinga fyrir liðin í drættinum.
Þegar komið var að því að draga andstæðinga fyrir hans lið virtist hann hafa sérstakan áhuga á einni kúlu.
Kúluna hafði þjálfarinn horft mikið til á meðan drættinum stóð og hann fékk lið úr þriðju efstu deild í bikarnum.
Dráttinn má sjá hér að neðan.
Losowanie Pucharu Romunii😂🫣 pic.twitter.com/hnroIzrOcR
— Lukasz Gikiewicz (@gikiewiczlukasz) August 21, 2025