Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær 21. ágúst var samþykkt tillaga borgarstjóra um skipan samningateymis um uppbyggingu athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings.
Á sama tíma hefst vinna við að skipta um gervigras á æfingasvæði félagsins en framkvæmdir hefjast í næstu viku og taka tæpa tvo mánuði.
Byggir tillaga borgarstjóra á niðurstöðu fundar fulltrúa Víkings með borgarstjóra með þann 11. ágúst sl.
Samningateymi Víkings og Reykjavíkurborgar mun vinna innan vel skilgreinds tíma- og vinnuramma og skulu helstu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 31. desember nk.
Meðal verkefna er að semja um langtímasýn og aðstöðu Víkings á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði), ásamt uppbyggingu og viðhaldi núverandi mannvirkja félagsins.
Nánar tiltekið eru verkefni samningateymisins og er þessi:
– Að móta og semja um langtímasýn fyrir aðstöðu Knattspyrnufélagsins Víkings á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði) og ná saman um tímalínur breytinga fyrir 31.12.2025
– Að vinna drög að forsögn fyrir deiliskipulagsgerð á þeim grunni og endurskoða umferðaröryggismál fyrir 31.3.2026.
– Samhliða taka til endurskoðunar og semja um eignarhald, uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja Víkings við Traðarland til framtíðar.
Samningateymið skipa:
Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari, formaður
Auður Inga Ingvarsdóttir, lögfræðiteymi SBB
Steinþór Einarsson, menningar- og íþróttasvið
Björn Einarsson, Knattspyrnufélagið Víkingur
Haukur Hinriksson, Knattspyrnufélagið Víkingur
Elísabet Björnsdóttir, Knattspyrnufélagið Víkingur