Real Madrid er farið af stað í það að reyna að kaupa Adam Wharton miðjumann Crystal Palace áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Sport á Spáni segir að Real Madrid sé tilbúið að rífa fram 69 milljónir punda fyrir Wharton.
Til að Real Madrid geti hins vegar látið til skara skríða þarf félagið að selja Rodrygo sem lið á Englandi hafa sýnt áhuga.
Wharton er 21 árs gamall enskur landsliðsmaður sem hefur verið í átján mánuði hjá Palace, áður var hann hjá Blackburn.
Manchester United, Manchester City og Liverpool hafa öll fylgst með Wharton en Real Madrid virðist ætla að láta til skara skríða.