fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. ágúst 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkneski miðjumaðurinn Jakub Jankto, sem skrifaði söguna árið 2023 þegar hann varð fyrsti samkynhneigði landsliðsmaðurinn til að koma út opinberlega á meðan á ferli stóð, hefur tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuferlinum, aðeins 29 ára gamall.

Jankto greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum í dag og sagði þar að meiðsli og fjölskylduaðstæður hefðu ráðið úrslitum.

„Ég hef fengið ótal skilaboð um hvort ég haldi áfram í fótbolta, því miður geri ég það ekki,“ skrifaði hann.

„Ástæðan er einföld. Ég varð fyrir mjög alvarlegum meiðslum, liðböndin í ökklanum rifnuðu algjörlega. Ég reyndi að yfirstíga það og klára tímabilið, en það tókst ekki.“

Jankto og fyrrum unnusta hans.

Jankto hefur verið án félags frá því að samningur hans við ítalska liðið Cagliari rann út í júní síðastliðnum. Hann spilaði 20 leiki með liðinu á sínu fyrsta tímabili, en kom aldrei við sögu á síðasta tímabili vegna meiðslanna.

Annað sem vó þungt í ákvörðun hans var löngunin til að eyða meiri tíma með syni sínum, sem hann á með fyrrverandi unnustu sinni, Marketa Ottomansku.

„Lykilatriðið var barnið mitt, sem ég gat ekki hitt nógu oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu, því við eigum bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja þangað til frambúðar,“ sagði hann.

Jankto lék 45 landsleiki fyrir Tékkland og skoraði fjögur mörk. Í febrúar 2023 kom hann út úr skápnum með eftirminnilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann skrifaði meðal annars: „Ég vil ekki fela mig lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Í gær

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Í gær

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina